Drífandi syngur á Heklumóti

Karlakórinn Drífandi á Fljótsdalshéraði syngur á Húsavík næstkomandi laugardag ásamt sjö öðrum karlakórum, undir yfirskriftinni Heklumót 2008.

Kórarnir munu meðal annars frumflytja nýtt íslenskt tónverk og koma á þriðja hundrað karlraddir að flutningnum.

 

 

 

 

 

 

Heklumótið verður haldið í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. nóvember og hefst kl. 14. Hekla, samband norðlenskra karlakóra, stendur fyrir mótinu, sem á sér ríflega sjö áratuga sögu.

Þátttakendur nú eru auk Drífanda, Karlakór Akureyrar-Geysir, Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Karlakór Dalvíkur, Karlakórinn Ernir á norðanverðum Vestfjörðum, Karlakór Eyjafjarðar, Karlakórinn Heimir í Skagafirði og gestgjafarnir Karlakórinn Hreimur á Húsavík.


Í fréttatilkynningu segir að undirbúningsnefnd Heklumóts 2008 hafi fengið Guðmund Óla Gunnarsson, tónlistarkennara og stjórnanda, til að semja nýtt lag fyrir mótið. Verkið ber heitið ,,Þú, sem eldinn átt í hjarta," og er samið við texta Davíðs Stefánssonar. Þarna verður því um frumflutning að ræða á nýju íslensku tónverki, sem samið er fyrir karlakóra.

Heklumót hafa verið haldin frá því árið 1935. Mótin eru haldin fjórða hvert ár og er þetta hið sautjánda í röðinni. Á Heklumóti 2008 syngur hver kór fyrir sig þrjú lög og síðan syngja allir kórarnir saman fimm lög, sérstaklega valin fyrir þetta tækifæri. Þar skiptast söngstjórar kóranna á að stjórna. Vel á þriðja hundrað karlar munu þar sameinast í söng.

 

 

 

 

 

 

 

 

heklumot_2004.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heklumót 2004

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.