Skip to main content

Eitt gjald í öll söfn Fjarðabyggðar

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. apr 2025 18:30Uppfært 03. apr 2025 18:30

Stjórn Menningarstofu Fjarðabyggðar hefur samþykkt að í sumar verði hægt að kaupa safnapassa sem veitir handhöfum aðgang að öllum söfnum sveitarfélagsins. Slíkt fyrirkomulag hefur reynst vel annars staðar.


Í minnisblaði forstöðumanns kemur fram að Minjasafnið sé aðeins með eitt aðgangsgjald að öllum þeim sýningum sem safnið hafi í Eyjafirði. Þar hafi bæði aðsókn og miðasala aukist með þessu fyrirkomulagi.

Þetta fyrirkomulag er talið styrkja þekkingu fólks á öðrum sýningum, sem annars hefðu ekki komist inn á sjóndeildarhringinn sem aftur leiði til þess að fólk dvelji lengur á svæðinu til að geta skoðað meira.

Í Fjarðabyggð er lagt til að gjaldið verði 3.650 krónur og verði tekið upp fyrir komandi sumar. Fyrir það fáist aðgangur að öllum söfnum sem Fjarðabyggð þjónustar og sér um sem eru Safnahúsið í Neskaupstað þar sem þrjú söfn eru til húsa, Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði, Stríðsárasafnið á Reyðarfirði og Frakkar á Íslandsmiðum á Fáskrúðsfirði.

Frá Sjóminja- og smiðjusafni Jósafats Hinrikssonar í Neskaupstað.