Ellefu brennur auglýstar á Austurlandi

Ellefu áramótabrennur hafa verið auglýstar á Austurlandi á morgun gamlársdag, í Múlaþingi, Fjarðabyggð og á Vopnafirði. Spáð er grimmdarfrosti um áramótin.

Á Vopnafirði verður kveikt í brennunni klukkan 16:30 og flugeldum skotið þar upp í nágrenninu kl. 17:00. Brennan ofan við Búðaröxl.

Fjórar brennur verða í Múlaþingi. Sú fyrsta í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum klukkan 16:30. Flugeldasýning hefst klukkan 17:00.

Á Seyðisfirði hefst brennan klukkan 17:00 á Langatanga. Þar verður einnig flugeldasýning.

Á Djúpavogi er brennan á Hermannastekkum og hefst klukkan 17:00 en flugeldasýningin er boðuð kortéri síðar.

Á Borgarfirði er brennan klukkan 20:30 við norðurenda flugbrautarinnar.

Sex brennur eru í Fjarðabyggð og hefjast fimm þeirra klukkan 17:00. Það eru brennurnar á Hrúteyri við Reyðarfjörð, á malarsvæðið á móts við þorpið í Eskifirði, utan við flugvöllinn á Norðfirði, við Sævaranda/Fjöruborð á Fáskrúðsfirði og á malarsvæði sunnan við gámavöllinn á Breiðdalsvík.

Á Stöðvarfirði hefst brennan ekki fyrr en 20:30. Hún verður á Melseyri ofan Brygisness.

Veðurstofan spáir talsverðu frosti á svæðinu, 6-13 stigum á Austfjörðum en 7-19 stigum á Austurlandi að Glettingi þar sem kaldast verði í innsveitum. Frostið hefur víða á svæðinu verið um eða yfir tíu stig síðan í gærkvöldi. Útlit er að þannig viðri að minnsta kosti fram á nýársdag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.