Elsta húsið á Borgarfirði hætt komið

Við íkveikju lá í gær í elsta húsi Borgarfjarðar eystri, sem nú er nýtt sem sumarhús. Slökkvilið var kallað út síðdegis í gærdag. Kveikt hafði verið upp í gamalli Solo-eldavél til að hlýja húsið en ekki verið lækkað aftur eftir að hitna tók innanhúss og var eldavélin orðin rauðglóandi. Skapaði það mikinn hita í húsinu en ekki kviknaði eldur, þó aðeins virðist hafa verið tímaspursmál hvenær kvikna myndi í.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.