Endurvekja ljósakvöld á afmælisári Steinasafns Petru

Það upplifun ein og sér að ganga inn í stórt og mikið Steinasafn Petru á Stöðvarfirði og vitna sífellt stækkandi fjölda afar forvitnilegra steina úr íslenskri náttúru. Það enn betri upplifun þegar garðurinn sá er upplýstur af fleiri hundruð kertum.

Það einmitt það sem gerist í kvöld þegar aðstandendur safnsins ætla að endurvekja þann sið að kveikja á fleiri hundruð kertum víðs vegar í garðinum þegar kvölda tekur. Allt þetta ár hefur meira og minna verið afmælisár safnsins en það er 50 ára á árinu og ljósakvöldið einn hluti af því að sögn Unnar Sveinsdóttur rekstaraðila.

„Við gerðum þetta alltaf árlega fram að Covid-tímanum og vakti alltaf lukku og nú tökum við upp þráðinn að nýju. Við erum að koma fyrir vel rúmlega 500 kertum víðs vegar í garðinum og kveikjum á þeim öllum með kvöldinu og bjóðum alla velkomna að njóta með okkur hér.“

Ljósakvöldin þurfa vitaskuld logn eða hægviðri til að allt gangi upp og Unnur segir allt benda sterklega til að logn verði í kvöld svo allt verði með besta hugsanlega móti. Í ofanálag verður kaffi og kökur í boði fyrir gesti og tónlistarmaðurinn Andri Bergmann spilar hugljúfa tónlist til að toppa kvöldið.

Steinasafn Petru er nú sitt fyrsta ár alfarið í umsjón þriðju kynslóðar fjölskyldunnar og hefur sumarið gengið bráðvel að sögn Unnar þó vissulega hafi þar orðið vart við almenna fækkun ferðafólks líkt og annars staðar.

Ljósakvöldið hefst klukkan 20 en á meðfylgjandi mynd frá Unnu má glöggva sig á hversu magnað er að ganga um garðinn við þær kringumstæður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.