Engin einasta loðnupadda á land

Aðalsteinn Jónsson kom síðastliðinn föstudag tómur til Eskifjarðar en skipið var búið að frysta 1000 tonn af loðnu sem var landað í Hafnarfirði. Segir á vef  Tandrabergs ehf. að það hljóti að vera sögulegur atburður þegar ekki kemur ein einasta loðnupadda á land á Eskifirði og væntanlega í fyrsta skipti í 27 ár sem slíkt gerist. ,,Það er deginum ljósara að Eskfirðingar hefðu ekki klárað sig af öðrum eins skakkaföllum ef ekki hefði notið við álvers í Reyðarfirði, en alltaf kemur það betur í ljós hversu mikilvægt verið er fyrir okkur,“ segir á vefnum.

adalsteinn_330974.jpg

Skuttogarinn Sólbakur er væntanlegur til Eskifjarðar með morgninum með 130 tonn, mest þorsk sem fékkst í Hvalbakshalli en þar er nú nægur fiskur.

Bjartur landaði í gærmorgun í Neskaupstað um 75 tonnum og fer hann í hið árlega togararall í dag.

 Tandraberg ehf. er fyrirtæki sem veitir alhliða upp- og útskipunarþjónustu í höfnum Fjarðabyggðar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.