Færa samtímalist til fjöldans í Fjarðarborg

Það engar nýjar fréttir að hópurinn Já Sæll, sem stendur að rekstri og uppákomum í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri, bryddi reglulega upp á óvenjulegum viðburðum. Skemmst að minnast viðburða á borð við Jól í júlí, þorrablót að sumarlagi eða arabískra þemudaga. Þetta sumarið skal gera samtímalist hátt undir höfði.

Líkast til ekki margir sem tengja hópinn né staðinn við að standa í stafni fyrir samtímalist en að sögn Ásgríms Inga Arngrímssonar, eins skipuleggjenda, var talin þörf á að færa samtímalist nær fjöldanum og fátt betra til þess en að bjóða upp á Nýlistahátíð í Fjarðarborg.

„Þetta er einn mikilvægur hluti af dagskrá okkar í júlí en það verið eitt og annað á seyði hjá okkur og víðar í firðinum undanfarna daga og verður áfram stóran hluta júlí eins og venjulega. Það verður kjaftfull af nútímalist í húsinu á morgun frá klukkan 19 og ýmis konar gjörningar framdir á sviðinu. Svo auðvitað verður blásið í ljóðakvöld svona í og með og þar í dómnefnd ljóðahópurinn Hási Kisi.“

Já Sæll hópurinn nýtur fulltingis alvöru listamanna við að gera nýlistahátíð sína sem best úr garði. Þar hefur hópurinn leitað í smiðju Önnu Elísabetar Einarsdóttur, sem er einmitt að opna sína eigin listsýningu á efstu hæð Hafnarhússins á morgun laugardag. Þar sýnir hún myndlistarverk sem hún málar gjarnan á alls kyns plötur sem hún finnur hér og þar í þorpinu. Sýning hennar hefst klukkan 17.

Kokkarnir í Fjarðarborg láta vitaskuld ekki sitt eftir liggja í samtímalist eða gjörningi. Mynd Já Sæll

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.