Félagasamtök vöru vagga lýðræðislegrar umræðu og framfara

Hrafnkell F. Lárusson, doktor í sagnfræði og fyrrum héraðsskjalavörður á Austurlandi, fjallar í nýrri bók sinni „Lýðræði í mótun“ um þróun lýðræðis á Íslandi á árunum 1874–1915. Bókin skoðar hvernig félagasamtök og fjölmiðlar urðu vettvangur lýðræðislegrar þátttöku og áhrifavalds, sérstaklega á Austurlandi.

Lýðræðisleg vakning í gegnum félagasamtök


Hrafnkell rannsakaði hvernig félagasamtök voru vettvangur almennings til skoðanaskipta um framfaramál.. „Það voru stofnuð félög um allan fjandann,“ segir hann og nefnir lestrarfélög, bindindisfélög, kvenfélög og búnaðarfélög sem dæmi. Þessi félög voru ekki einungis vettvangur umræðu heldur einnig þjálfun í lýðræðislegum aðferðum, þar sem kosið var um stjórnir og ákvarðanir.

Þessi þróun lagði grunninn að útvíkkun kosningaréttar árið 1915, þegar konur og karlar án eignarréttar fengu loks að kjósa. „Félögin þjálfuðu ungt fólk sem síðar tók við forystu í samfélaginu,“ útskýrir Hrafnkell.

Austurland sem fjölmenningarsamfélag


Austurland var á þessum tíma sérstakt að því leyti að það tengdist betur við Norðurlöndin en Reykjavík vegna betri samgangna. Þetta skapaði einstakar aðstæður fyrir uppbyggingu. „Um aldamótin 1900 var fljótlegra að koma sendingum á milli Seyðisfjarðar og Kaupmannahafnar en Seyðisfjarðar og Reykjavíkur,“ segir Hrafnkell.

Erlendur áhrif voru mikil í sjávarplássum eins og Seyðisfirði og Eskifirði, þar sem Danir, Norðmenn, Færeyingar og jafnvel Frakkar störfuðu við veiðar og iðnað. „Ef við notum samtímaorð um Seyðisfjörð má segja að það hafi verið fjölmenningarsamfélag,“ segir Hrafnkell.

Austfirsku samfélögin voru misöflug. Hrafnkell nefnir til dæmis öfluga félagsstarfsemi í Fljótdal sem kunni að hafa verið vegna náttúrulegra aðstæðna. Veturinn er þar jafnan snjóléttur þannig hægt var að beita úti og því meiri tími aflögu í félagsmálin.

Lærdómur fyrir samtímann


Hrafnkell telur að saga þessa tímabils sé mikilvægur lærdómur fyrir samtímann. „Samtakamáttur í grasrót getur haft mjög skýr áhrif á samfélagsþróun og stjórnmálin,“ segir hann. Hann bendir einnig á að margir samtök frá þessum tíma starfi enn, eins og búnaðarfélögin, og að þau hafi haft varanleg áhrif á samfélagið.

Í bókinni leggur Hrafnkell sérstaka áherslu á austfirskar heimildir. „Blöð sem voru gefin út á Austurlandi gáfu sig út fyrir að vera landsmálablöð og birtu greinar um atburði víða um land,“ segir hann. Þetta sýnir að Austurland var ekki einangrað heldur miðpunktur umræðu og nýsköpunar.

Mynd: Háskóli Íslands/Kristinn

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.