Fimm áramótabrennur í Fjarðabyggð

Fimm áramótabrennur verða í Fjarðabyggð og í kjölfar þeirra glæsilegar flugveldasýningar.  Að sögn aðila frá björgunarsveitunum  fer flugeldasala vel af stað og stefnir allt í að áramótin í  Fjarðabyggð verði kvödd með hvelli.  Veðrið ætti ekki að stoppa neinn í að njóta herlegheitanna  þar sem veðurspáin fyrir Austurland er mjög góð. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er spáð köldu veðri og hægum vindi og hentar það vel til útiveru og flugeldaskota.

Brennur verða á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði eins og hér segir:

11_07_53_thumb.jpg

Norðfjörður

Áramótabrennan verður austan snjóflóðavarnargarðanna ofan við Starmýrarblokkirnar kl. 20:30, flugeldasýningin verður við snjóflóðavarnargarðana kl. 21:30.  Fólk er hvatt til að mæta á viðburðinn fótgangandi ef veður leyfir.

Það er björgunarsveitin Gerpir á Norðfirði sem sér um brennuna og flugeldasýninguna. www.gerpir.is

 

Eskifjörður

Áramótabrennan verður á gömlu ruslahaugunum gegnt bænum í Hólmanesi,  kl. 20:00, flugeldum verður svo skotið upp frá Eimskipsbryggjunni kl. 20:30.   

Það er björgunarsveitin Brimrún á Eskifirði sér um brennuna og flugeldasýninguna.

 

Reyðarfjörður

Áramótabrennan verður við Hrúteyri gengt bænum kl. 21:00 og svo flugeldasýning á sama stað upp úr níu.

Það er björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði sem sér um brennuna og flugeldasýningu.

 

Fáskrúðsfjörður
Áramótabrennan verður við vestur enda flugvallarins kl.20:30 og flugeldasýning kl.21:15. 
Það er björgunarsveitin Geisli Fáskrúðsfirði sem sér um brennuna og flugeldasýningu.

 

Stöðvarfjörður

Áramótabrennan verður kl. 20:00 á Birgisnesi og flugeldasýning á sama stað upp úr klukkan átta.

Það er ungmennafélagið Súlan á Stöðvarfirði sér um brennuna og flugeldasýninguna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.