Fiðrildi dansa á flugvellinum

Á morgun, föstudag, mun Dansfélagið Fiðrildin sýna þjóðdansa fyrir flugfarþega og almenning á Egilsstaðaflugvelli. Hefst sýningin kl. 19:45. Michelle Lynn Mielnik, félagi í Fiðrildunum, segir þetta vera fyrstu sýningu félagsins í þó nokkurn tíma, en jafnframt þá fyrstu af mörgum sem verða í sumar, meðal annars í tengslum við ferðaþjónustu.

firildi.jpg

,,Sýningin á flugvellinum er eins konar upphitun í búningum fyrir dansarana, því félagar taka þátt í alþjóðlegu dansmóti ásamt um fimmtíu þjóðum á Mallorca nú um páskana. Einnig er á döfinni að sýna fyrir almenning í safnahúsinu sumardaginn fyrsta,“ segir Michelle og hvetur fólk til að mæta á sýninguna og kynna sér í leiðinni merka menningararfleifð Íslendinga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.