Fjölbreytt verk 26 listamanna á Rúllandi snjóbolta í Ars Longa næstu helgi

Hvorki fleiri né færri en 26 listamenn frá átta mismunandi löndum opinbera hin fjölbreyttustu verk á listasýningunni Rúllandi snjóbolti sem hefst um helgina í Ars Longa á Djúpavogi. Þetta 9. árið sem hátíðin sú er haldin

Samtímalistsýninguna þekkja margir heimamenn og listhneigðir enda Rúllandi snjóbolti farið fram á staðnum um langt skeið. Sýningin nú sem endranær samstarfsverkefni Múlaþings, áður Djúpavogshrepps, og sjálfseignarstofnuninni Chinese European Art Center. Megin markmið stofnunarinnar er að auka menningarleg samskipti milli Kína og Vesturlanda.

Að sögn eins sýningarstjórans, Hildar Rutar Halblaub, er sannarlega eitthvað fyrir alla á sýningunni sem opnar á laugardaginn kemur og er opin langt fram í ágústmánuð.

„Þarna má sjá afar fjölbreytt safn verka og hver og einn listamaður frábrugðinn í verkum sínum. Nokkur fjöldi þeirra mun koma á næstu dögum og vera með okkur við opnunina og þannig geta gestir forvitnast meira um verkin á sýningunni ef áhugi er á því. Þetta er skemmtileg blanda af listamönnum frá Kína, Hollandi, Íslandi og fleiri löndum og þeir vinna með hina ýmsu mismunandi miðla við listsköpun sína.“

Þeir íslensku listamenn sem eiga verk á sýningunni nú eru Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir, Kristján Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Styrmir Örn Guðmundsson og Þórdís Erla Zöega. Þeir erlendu eru Casper Braat, Dirk van Lieshout, Erika Streit, Hester Oerlemans, Jaring Lokhorst, Joe Keys, Kan Xuan, Kimball Holth, Lin Luanchong, Maria-Magdalena Ianchis, Marianne Lammersen, Marike Schuurman, Marjan Laaper, Meiya Lin, Shu Yi, Tara Fallaux, Voebe de Gruyter, Wei Na, Xie Xiuxiu, Yang Jianxiong og Yang Zhiqian.

Verk hins hollenska Caspers Braat á Rúllandi snjóbolti að þessu sinni kallast Waiting in Limbo. Mynd Ars Longa

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.