Fljótsdalshérað styrkir menningarstarf

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað úthlutaði á dögunum styrkjum til menningarstarfs fyrir árið 2009. Sautján umsóknir bárust. Félag skógarbænda á Héraði hlaut hæsta styrkinn, kr. tvö hundruð þúsund, vegna skógardagsins mikla í Hallormsstað.

fljtsdalshra_bjarmerki.jpg

Menningar- og íþróttanefnd úthlutaði eftirtöldum styrkjum:

 

Karlakórinn Drífandi umsókn um styrk vegna starfsemi kórsins á árinu 2009. Samþykkt að styrkja Karlakórinn Drífanda um kr. 50.000,-

Dansfélagið Fiðrildin umsókn um styrk til að halda sumarblót á miðvikudagskvöldum í sumar. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 150.000,-.

Þjóðleikur sækir um styrk vegna leiklistarhátíðar á Fljótsdalshéraði. Samþykkt að veita kr. 150.000,- til verkefnisins.

Skógrækt ríkisins Hallormsstað sækir um styrk vegna verkefnisins ,,Loftslagsupplýsingasvæfilsins" listsýningar í Hallormsstaðaskógi. Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000,-.

Tónlistarsumarbúðir á Eiðum á vegum Suncana Slamning umsókn um styrk. Samþykkt að veita kr. 100.000,- í verkefnið.

Ólöf Björk Bragadóttir umsókn um styrk vegna listabúða fyrir listamenn á Egilsstöðum. Samþykkt að veita kr. 100.000,- í verkefnið.

Félag skógarbænda á Héraði umsókn um styrk vegna skógardagsins mikla. Samþykkt að veita skógarbændum kr. 200.000,- í styrk.

 Umsóknum hafnað:  

Héraðsskjalasafn Austfirðinga umsókn um styrk til kaupa á tæki til skönnunar mynda. Umsókn hafnað.

Hljómsveitin Bloodgroup sækir um styrk vegna ýmissa verkefna hljómsveitarinnar á árinu 2009. Erindinu hafnað.

Elzbieta Arsso-Cwalinska umsókn um styrk til útgáfu á ljóðabók með ljóðum Inga T. Lárussonar. Erindinu hafnað.

Elzbieta Arsso-Cwalinska umsókn um styrk vegna Alþjóðlegs tónlistardags á Austurlandi. Erindinu hafnað.

Sveinn Snorri Sveinsson sækir um styrk til útgáfu eigin ljóðabókar. Erindinu hafnað en samþykkt að kaupa af honum ljóðabækur þegar bókin kemur út.

Hafþór Valur Guðjónsson sækir um styrk til hljóðfæra- og söngnámskeiðs. Erindinu hafnað.

Samtök Eiðavina umsókn um styrk vegna sögusýningar á Eiðum. Umsókn hafnað.

Hljómsveitin Chino umsókn um styrk vegna vinnu við útgáfu á plötu. Umsókn hafnað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.