Flytja úrval af tónleikum ME - Myndir

Tónlistarfélag Menntaskólans á Egilsstöðum (TME) heldur í kvöld tónleika með úrvali af lögum sem æfð hafa verið upp fyrir og flutt á tónleikum sem félagið hefur staðið fyrir undanfarið eitt og hálft ár. Sérlega öflugt tónlistarlíf hefur verið í skólanum þennan tíma.

„Það kom inn hópur tónlistaráhugafólks í skólann með áhuga á íslenskri tónlist, einkum rokki. Þess vegna hefur rokkið verið áberandi. Við héldum tónleika með íslensku rokki í fyrrahaust í Sláturhúsinu og síðan almenna rokktónleika í vor hér í Valaskjálf.

Okkur fannst gaman í fyrra og hópurinn náði vel saman þannig að við ákváðum að halda áfram,“ sagði Dögun Óðinsdóttir, formaður TME í viðtali við Austurgluggann í tengslum við tónleikana sem haldnir voru með íslenskum rokklögum. Meðfylgjandi myndir voru teknar við það tilefni.

Hljómsveitin er einnig mest skipuð núverandi ME-ingum, þótt þar séu einnig fengnir með útskrifaðir nemar þegar vantar á sérstök hljóðfæri. „Ég held að sá fjöldi sem kemur í félagið skýrist af uppeldinu. Við öll í stjórninni komum úr tónlistarfjölskyldum.“

Auk þeirra tónleika sem Dögun telur upp má nefna að á þessum tíma hafa félagar í TME haldið utan um söngkeppni skólans, Barkann. Þá hafa einstakir nemendur bæði sett upp tónleika og gefið út lög í lokaverkefnum sínum við skólann.

Á tónleikunum í kvöld, sem hefjast í Valaskjálf klukkan 20:00, verða meðal annars flutt lög eftir Led Zeppelin, Ego, Muse, Trúbrot og Grafík.

Byggt á lengri umfjöllun sem áður birtist í Austurglugganum. Hægt er að panta áskrift hér. 

Tme Okt23 0002 Web
Tme Okt23 0006 Web
Tme Okt23 0012 Web
Tme Okt23 0017 Web
Tme Okt23 0023 Web
Tme Okt23 0030 Web
Tme Okt23 0033 Web
Tme Okt23 0037 Web
Tme Okt23 0046 Web
Tme Okt23 0061 Web
Tme Okt23 0068 Web
Tme Okt23 0074 Web
Tme Okt23 0084 Web
Tme Okt23 0100 Web
Tme Okt23 0104 Web
Tme Okt23 0114 Web
Tme Okt23 0117 Web
Tme Okt23 0129 Web
Tme Okt23 0135 Web
Tme Okt23 0150 Web
Tme Okt23 0186 Web
Tme Okt23 0192 Web
Tme Okt23 0212 Web
Tme Okt23 0217 Web
Tme Okt23 0220 Web




Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.