Fornbílum fagnað
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 11. sep 2008 10:53 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Grunnskólabörn á Stöðvarfirði tóku vel á móti glæsilegum fornbílunum í gær sem taka þátt í góðaksturkeppni breska bílaklúbbsins HERO. Bílarnir komu síðar um daginn meðal annars við hjá Alcoa á Reyðarfirði og í Shell á Egilsstöðum. Fornbílarnir og gamaldags klæddir bílstjórarnir vöktu að sjálfsögðu verskuldaða athygli hvar sem þeir komu.