Ófærð og hættur við Hálslón og Kárahnjúka

Að gefnu tilefni vill Landsvirkjun benda þeim sem hyggja á ferðir inn á Snæfellsöræfi á að hættulegt er að fara út á ísinn á Hálslóni og að fólki er ráðið frá því að reyna að fara yfir Kárahnjúkastíflu. Þar er fannfergi mikið og hætta á snjóflóðum og hruni úr Kárahnjúk. Vegur úr Fljótsdal að Kárahnjúkum er lokaður og verður ekki ruddur fyrr en í vor þegar verktakar hefja lokafrágang í nágrenni stíflanna.

desjarstifla1_27-2-2009.jpg

 

 

 

 

Mynd tekin 27. febrúar 2009 á veginum að Desjarárstíflu.  Ljósmyndari: Hlynur Sigbjörnsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.