Framúrskarandi djasslistamenn starta haustinu hjá Tónlistarmiðstöð Austurlands

Austfirskir djassgeggjarar mega eiga von á góðu á fimmtudaginn kemur þegar tvær af fremstu tónlistarkonum landsins leiða saman hesta sína í Tónlistarmiðstöð Austurlands.

Þar um að ræða stöllurnar Sunnu Gunnlaugs píanista og Marínu Ósk Þórólfsdóttir söngkonu sem ætla að skemmta gestum með hugljúfum djassi og latínskotinni sveiflu og meðal annars flytja nýleg lög Sunnu við ljóð Jóns úr Vör.

Þær báðar hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir tónlist sína og flutning en tónleikar þeirra marka jafnframt byrjun á veglegri haustdagskrá Tónlistarmiðstöðvarinnar þetta árið.

Sjálf lofar Sunna góðri skemmtun og segir augljósan áhuga á djassi á Austurlandi og ber þar saman tónleikarúnt sem hún fór um fjórðunginn 1997 og endurtók þann leik snemma á þessu sumri með sínu eigin tríói.

„Það er engin spurning í mínum huga að djassáhugi er til staðar fyrir austan eins og annars staðar. Það kannski ekki fleiri hundruð manns að koma á djasstónleika en sá hópur sem mætir er svo góður og þakklátur hópur og það skapast afskaplega ljúf stemmning hvar sem maður er.“

Á dagskránni á fimmtudaginn kemur verða nokkur lög sem Sunna hefur verið að semja við ljóð Jóns úr Vör en mestallt það efni er nýtt eða nýlegt af nálinni og fyrstu þau lögin að detta inn á efnisveitur fyrir þá sem vilja fá nasasjón af hlutunum í Tónlistarmiðstöðinni.

Sunna og Marína verða síðan með aðra tónleika í Sláturhúsinu á Egilsstöðum klukkan 20:00 á laugardag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.