Frjálsíþróttir: Birna Jóna náði lágmarkinu á EM U-18 ára

Birna Jóna Sverrisdóttir frá Egilsstöðum náði um helgina lágmarkinu til að keppa í sleggjukasti á Evrópumóti 18 ára og yngri í frjálsíþróttum sem haldið verður í sumar. Um leið setti hún persónulegt met.

Birna Jóna kastaði um helgina 57,67 metra á Úrvalsmóti ÍR. Þetta er hennar langbesta kast með 3 kg sleggju, en áður hafði hún kastað 54,71 metra á móti í febrúar. Þar áður var hennar besti árangur 52,73 metrar frá í júní í fyrra.

Birna Jóna átti glæsilega kastseríu um helgina. Fimm af fyrstu sex köstum hennar voru gild og fjögur þeirra lengra en kastið í febrúar. Tvö tæpir 56 metrar og hið þriðja 56,53 metrar.

Birna Jóna keppti áður fyrir Hött og UÍA en núna undir merkjum ÍR þar sem hún hefur æft síðustu misseri. Hún er þar með komin inn í íslenska hópinn sem á rétt til keppni á Evrópumóti U-18 ára sem haldið verður í Slóvakíu í júlí.

Birna efst á verðlaunapalli sumarið 2023. Mynd: Hildur Bergsdóttir


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.