Gefur tvær milljónir til endurbóta

Snorri Gíslason frá Papey, nú vistmaður á dvalarheimilinu Helgafelli á Djúpavogi, hefur ákveðið að afhenda Djúpavogshreppi tvær milljónir króna. Á að verja féinu til endurbóta á húsnæði Helgafells, samkvæmt sérstökum samningi þar um. Þegar er hafin vinna að undirbúningi verksins. Í fundargerð hreppsnefndar frá 13. febrúar síðastliðnum þakkar sveitarstjórnin Snorra hina rausnarlegu gjöf.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.