Golfiðkun undir þaki í Fellabæ
Um hundrað manns mættu í Golfsmiðjuna í Fellabæ sem opnuðu á laugardag í húsnæði gömlu Trésmiðju Fljótsdalshéraðs, en þar hefur verið opnuð glæsileg golfaðstaða fyrir unga jafnt sem aldna. Boðið var upp á kaffi og vöfflur auk bakkelsis frá Fellabakaríi í tilefni dagsins. Þeir Gunnlaugur óg Ágúst Bogasynir leggja til húsnæðið. Golfáhugafólk tekur þessari glæsilegu aðstöðu vísast fagnandi nú þegar harðskafi liggur yfir útivöllunum.
Hópmynd: Svana, Hrafn, Steinvör og Bergur.
Ljósmyndir/HB