Gullhringur fannst á Skriðuklaustri
Fornleifafræðingar sem grafa í rústum gamla klaustursins á Skriðuklaustri í Fljótsdal fundu í dag gullhring í gröf.

Hún segir þetta sjöunda gullhringinn sem hún viti til að finnist á Íslandi. „Það er mjög sjaldgæft að gullhringir eða gull finnist í fornleifauppgröftrum á Íslandi.“
Hringurinn verður nánar rannsakaður á næstu dögum, hreinsaður, aldursgreindur og efnagreindur. Hann verður til sýnis í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri frá og með morgundeginum.