Hafró dreifði jólasíldinni að austan

Hafrannsóknarstofnunin er jafnan ekki þekkt sem vörudreifingaraðili en það var þó fyrir fljóta hugsun og snör handtök starfsmanns hennar sem það tókst að dreifa fleiri hundruð fötum af gómsætri jólasíld úr Neskaupstað til sælkera fyrir sunnan.

Fyrir mörgum koma jólin þá fyrst sem fata af sérunninni jólasíldinni frá Síldarvinnslunni er komin í ískápinn. Þess vegna sem bros var á vörum stórs hóps fólks sem beið eftir skammtinum sínum að austan við Fornubúðir í Hafnarfirði á tilsettum tíma síðdegis í fyrradag. Einn úr þeim hópi, Skúli Hermannsson, gerði viðvart þegar sendibifreið með sjö full kör af stórum og litlum síldarfötum kom á staðinn en þar var þá enginn að taka á móti sendingunni þegar til kom.

Það var bara klúður hjá viðkomandi aðila segir Hanna Sigga Magnúsdóttir ein aðalsprauta samtakanna Hosanna í Neskaupstað en engir aðrir aðilar fá að selja jólasíld Síldarvinnslunnar. Þau samtökin samanstanda af hópi núverandi og fyrrverandi starfsmanna sem þess áður var kallað Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað en nú formlega Umdæmissjúkrahús Austurlands og hafa það markmið að safna fé til tækjakaupa á sjúkrahúsið.

„Við sendum alltaf góðan skammt suður í höfuðborgina og það eykst ár frá ári fjöldi þeirra þar sem kaupa af okkur. Ekki aðeins þar heldur eykst salan norður á land og um allt Austurland jafnt og þétt. Það sem gerðist á þriðjudag var bara að sá aðili sem ætlaði að taka á móti og dreifa fyrir okkur hann bara klúðraði þessu. Hélt erlendis og gleymdi bara að láta vita af því.“

Það var því svart útlitið þegar sendibifreiðin með kræsingarnar snéri við þegar enginn var til móttöku og var á leið burt á ný. Það vakti athygli Skúla Hermannssonar, starfsmanns Hafrannsóknarstofnunarinnar, sem var að bíða eftir sinni fötu í jólamatinn. Lét hann vita um leið.

„Hann lætur vita að eitthvað sé nú að og heyrir að þá erum við um leið komin í töluverð vandræði. Þá ákveður hann bara samstundis eftir að hafa rætt við forstjóra Hafró, Þorstein Sigurðsson, að opna skemmu stofnunarinnar þar rétt hjá og afgreiða föturnar þaðan. Við þar heppinn að Þorsteinn er Norðfirðingur og Skúli sjálfur rekur ættir hingað því mamma hans er héðan úr Norðfirði. Þannig að í þessu tilfelli græddum við mikið á því að það eru Nobbarar um allt landið. Þannig að þetta tókst allt þó á síðustu stundu væri.“

Að sögn Hönnu Siggu fóru hvorki meira né minna en um 630 fötur af jólasíldinni suður fyrir þessi jólin en slíkan skammt þarf að panta með góðum fyrirvara. Enginn kostnaður fellur á samtökin vegna sendinga suður því Síldarvinnslan tekur það allt að sér líka eins og með alla framleiðslu jólasíldarinnar.

Þó biðin hefði verið lengri en áætlað var fór almennt vel um þann mikla fjölda fólks sem beið jólasíldarinnar að austan í fyrradag. Mynd Hosurnar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.