Orkumálinn 2024

Hannibal þjálfar Hött

Hannibal Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs Hattar. Honum til aðstoðar verður Björgvin Karl Gunnarsson. Á mánudag var Ný-Sjálendingurinn Jeff Green rekinn, en hann hafði ekki skilað sér til landsins.

 

ImageHannibal er elsti leikmaður liðsins og reyndastur í leikmannahópnum en Björgvin Karl verið fyrirliði liðsins seinustu ár. Hann lýsti því yfir síðsumars að hann væri hættur með félaginu vegna óánægju með Green en snéri aftur þegar brottrekstur hans var ákveðinn. Samningar þeirra gilda út tímabilið. Stefán Bogi Sveinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hattar, er ánægður með tilkomu Hannibals og Björgvins Karls. „Þegar það lá ljóst fyrir að við fengjum ekki þjálfara að leituðum við til þeirra á svæðinu sem hafa reynslu og þekkingu á körfubolta.“
Hannibal segist ekki hafa getað skorast undan verkefninu. „Við gerum þetta í efnahagshremmingum. Byrjunin verður erfið, við erum mánuði á eftir á undirbúningstímabilinu en við erum með góðan leikmannahóp og ég kvíði ekki vetrinum.“ Hannibal hefur áður þjálfað meistaraflokk í hálft tímabil, vann þá sjö leiki en tapaði tveimur. Bæði Björgvin og Hannibal munu spila með liðinu samhliða þjálfuninni.
Fyrsti leikur Hattar verður gegn Haukum á laugardag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.