Hans Friðrik og Sigur sýndu glæsilega takta

Hans Friðrik Kjerúlf og fjölskylda gerðu góða ferð í Húnavatnssýslu um liðna helgi. Þar fór fram eitthvert sterkasta ísmót sem haldið hefur verið utandyra til þessa. Margir af bestu hestum landsins voru mættir til leiks. Hans keppti á Sigri frá Hólabaki í B-flokki og tölti. Fóru leikar þannig að Hans hafði sigur í báðum greinum og óhætt að segja að það sé frábær árangur sem skráist í sögubækur austfirskrar reiðmennsku.

20090308141559658321.jpg

 

Á vefsíðu Freyfaxa segir að í B-flokki hafi Hans Friðrik og Sigur fengið 8,74 í einkunn og 8,0 í tölti.
Hans Friðrik hefur áður tekið þátt í Bautatöltinu á þessu ári og sigraði þar einnig. Framundan er væntanlega þátttaka í Stjörnutölti á Akureyri að sögn Freyfaxamanna.

Ljósmynd: Hans Friðrik og Sigur á Svínavatni. Mynd/Hestafrettir.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.