Haukur Björnsson framkvæmdastjóri hættir hjá Eskju

Haukur Björnsson hættir hjá Eskju hf. sem framkvæmdastjóri eftir að hafa unnið hjá félaginu í fjöldamörg ár. Haukur hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra síðan 2004 en hefur ákveðið að snúa sér að öðru. Stjórnarformaður og aðaleigandi félagsins Þorsteinn Kristjánsson mun taka við starfi sem forstjóri Eskju hf. og nánari skipulagsbreytingar verða kynntar síðar.

haukur_bjrnsson2.jpg

Til hefur staðið um nokkurt skeið að Þorsteinn kæmi meira að rekstri félagsins og taki sæti í skipuriti Eskju hf. en gott samkomulag er milli aðila að nú sé rétti tíminn til að Þorsteinn taki alfarið við stjórnun félagsins.

Haukur vill á þessum tímamótum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu samstarfsmanna sem unnið hafa með honum í þau 35 ár sem hann starfaði hjá félaginu.

Stjórn Eskju hf. þakkar Hauki Björnssyni fyrir samstarfið á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.