Hádegisverðarfundur með Lord Oxburgh
Jarðfræði setrið boðar til hádegisverðarfundar með Lord Ron Oxburgh á Grand Hótel í Reykjavík á morgun, fimmtudaginn 28. ágúst.
Lord Oxburgh, sem er fyrrverandi rektor Imperial College og stjórnarformaður Shell í Bretlandi, flytur erindi sem hann kallar „Out of oil – into hot water.“ Hann varð stjórnarformaður Shell eftir vandræði innan fyrirtækisins eftir að það viðurkenndi að hafa ofnýtt olíulindir sínar. Undir hans forystu var umhverfisstefna fyrirtækisins endurskoðuð. Hann hefur verið harður talsmaður endurnýjanlegra orkugjafa.
Lord Oxburgh kom hingað til lands fyrir helgi til að vera viðstaddur opnun jarðfræðisetursins á Breiðdalsvík en hefur seinustu daga verið í jarðfræðivettvangsferð.
Fundurinn á Grand Hótel hefst klukkan 11:30 og stendur til 13:00. Auk fyrirlestrarins er boðið upp á hádegisverð. Áhugasamir eru beðnir um að ská sig á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir klukkan níu í fyrramálið.
Prófíll frá BBC
Viðtal úr The Guardian
Viðtal um fyrirlesturinn „Out of oil – into hot water“