Orkumálinn 2024

Hernámsins minnst á Reyðarfirði

Íbúar Fjarðabyggðar minnast í dag hernámsins á Reyðarfirði í fyrsta sinn.

 

Fyrir 68 árum sigldi 26 þúsund tonna herflutningaskipið Andes inn Reyðarfjörð og setti þar á land fjölmennt herlið. Þá bjuggu um 300 manns á Búðareyri en talið er að hermennirnir hafi orðið þrjú þúsund þegar flestir voru. Fyrst komu breskir hermenn en síðar norskir og bandarískir.
Hernámsins verður minnst með göngu frá Molanum upp í Stríðsárasafn kl. 17:00. Fólk er hvatt til að mæta í fötum sem minna á þennan tíma, sögur af hernáminu verða rifjaðar upp og hermenn slást með í för.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.