Hjálparstarf kirkjunnar hlýtur styrk úr Samfélagssjóði Alcoa
Tómas sagði við það tækifæri að það væri mikilvægt að fyrirtæki sem væru aflögufær sýndu samfélagslega ábyrgð og létu fé af hendi rakna til að styðja þá sem farið hafa illa út úr þeim efnahagsþrengingum sem nú ganga yfir heiminn. Alcoa hefði tekið þá stefnu að beina styrkjum sínum þetta árið sérstaklega til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna kreppunnar og til samfélagslegra verkefna sem nýttust sem flestum. Allir vissu hversu mikilvægt Hjálparstarf kirkjunnar væri og það væri ánægjuefni að geta stutt það góða starf.
Jónas Þórir þakkaði fyrir góðan stuðning sem kæmi sér afar vel þar sem gríðarleg fjölgun hefði orðið á beiðnum um aðstoð. Í janúar var fjölgunin 152% miðað við sama mánuð árið 2008. Nýjar tölur um fjölda umsókna sýna að þeim hefur fjölgað enn meira í febrúar, eða um tæp 300%. Í febrúar í fyrra bárust 139 umsóknir en í nýliðnum mánuði voru þær 410. Mjög margir eru að sækja um í fyrsta sinn. Mesta fjölgunin er meðal fólks sem misst hefur vinnuna. Þar eru miðaldra karlmenn langfjölmennastir en mikil fjölgun er líka meðal einstæðra mæðra og einstæðra karla á örorkubótum. Fram kom hjá Jónasi að það væru þung spor fyrir marga að þurfa að leita sér aðstoðar og nauðsynlegt væri að þjóðfélagið breytti viðhorfi sínu til samfélagslegrar aðstoðar að núverandi efnahagsaðstæðum.
Í tilkynningu frá Hjálparstofnuninni segir að fjölgunin komi fram alls staðar á landinu og greinilegt að aukið atvinnuleysi á landsbyggðinni sé farið að skila sér í auknum umsóknum. Net Hjálparstarfsins sé þéttriðið með samvinnu við presta um allt land, félagsráðgjafa á stofnunum og námsráðgjafa í framhaldsskólum.
„Hjálparstarf kirkjunnar leitast við að mæta nýjum og breyttum forsendum í þeirri aðstoð sem veitt er. Markmiðið er að veita faglega ráðgjöf og mæta grunnþörfum umsækjenda. Góður stuðningur Alcoa breytir sannarlega miklu,“ segir Jónas.
Dæmi um einstaklinga sem hafa leitað sér aðstoðar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar undanfarið: