Hundar fá að gista á Hildibrand

Hótel Hildibrand í Neskaupstað er, eftir því sem Austurfrétt kemst næst, annað hótelið á Austurlandi þar sem heimilt er að hafa með sér hund í gistingu. Slíkt hefur þó rutt sér til rúms víða um land.


„Fólk hefur haft nokkuð reglulega samband við okkur hér síðustu árin og forvitnast um hvort hægt sé að fá gistingu með hundunum sínum. Við ákváðum að láta slag standa í vor og prófa að bjóða þetta sem valkost og við þegar fengið góð viðbrögð við þeirri þjónustu,“ segir Sirrí Valdimarsdóttir, hótelstjóri.

Hildibrand var í sumar með tvær íbúðir þar sem heimilt var að vera með gæludýr. Þær voru báðar með sérinngangi þannig dýrin trufluðu ekki aðra hótelgesti.

Sirrí segir nokkuð merkilegt að í sínu starfi að sinna gestum hafi hún komist að raun um að fólk sem ferðast með gæludýrin sín sé yfirmáta kurteist og vinsamlegt yfir síma og það meira en aðrir gestir.

„Fólk forvitnast ósköp vinsamlega hvort þetta sé mögulegt hjá okkur og tekur því mjög vel þegar það heyrir að það sé ekki mögulegt og það vakið athygli hversu innilega kurteist fólkið er umfram það sem venjan er.“

Hinn möguleikinn á gistingu fyrir fólk með hunda eru á Lake Hotel á Egilsstöðum.

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum. Hægt er að panta áskrift hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.