Þingmennirnir Arnbjörg, Ásta og Ólöf á almennum stjórnmálafundi Sjálfstæðismanna
Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins efna til almenns stjórnmálafundar á Hótel Héraði á Egilsstöðum í hádeginu í dag. Það eru þær Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar og Ólöf Nordal, varaformaður samgöngunefndar.
Fróðlegt verður að heyra hvað þær segja til dæmis um boðaðar stórbreytingar á skipulagi og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustu í landinu, en heilbrigðisráðherra kynnir þær á blaðamannafundi í Reykjavík í dag. Þá verður væntanlega komið inn á Norðfjarðargöng, en það liggur í loftinu að þeim verði frestað um óákveðinn tíma. Síðar í dag kynnir Vegagerðin einmitt Norðfjarðarveg um Norðfjarðargöng í Egilsbúð, Neskaupstað og á Eskifirði í Valhöll á morgun. Þá er ekki ólíklegt að Evrópumálin beri á góma á fundi Sjálfstæðismanna.