Kenna útlendingum íslensku með spilum og myndum

Um tíma hefur hópur sjálfboðaliða Rauða krossins á Egilsstöðum staðið fyrir svokölluðu Tungumálakaffi einu sinni í viku á Bókasafni Héraðsbúa en þangað eru allir íbúar ef erlendu bergi velkomnir ef áhugi er á að læra íslensku.

Skemmst er frá að segja að það fjölgar reglulega í hópnum enda hafa kannanir margar sýnt að það er ekki endilega svo að erlendir íbúar vilji ekki læra íslenska tungu heldur er vandamálið oftar að það er ekki hlaupið að því að komast á lengri námskeið samhliða starfi og jafnvel störfum.

Ekki er ýkja langt síðan Efnahags- og samvinnustofnunin (OECD) sendi íslenskum stjórnvöldum pillu en rannsókn þeirra á tungumálakunnáttu útlendinga í hinum ýmsu löndum sýndi að óvíða er erfiðara fyrir útlendinga sem áhuga hafa að læra málið. Lítið úrval sé af námskeiðum í boði og hvatti stofnunin stjórnvöld hérlendis til að gera bragarbót á sem fyrst.

Eitt skref í þá áttina tóku þær stöllur Ragnhildur Rós Indriðadóttir, frá Rauða krossinum, og Kolbrún Erla Pétursdóttir, forstöðukona Bókasafns Héraðsbúa, þegar þær komu á fyrrnefndu Tungumálakaffi í góðu afdrepi á bókasafninu. Ekki er um hefðbundið bóknám að ræða heldur að mestu notast við spil og leiki.

Báðar eru afar ánægðar með þátttökuna hingað til en Ragnhildur segir erlendu einstaklingana koma æði víða frá.

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við komum að slíkri kennslu, en reyndar hefur verið hlé á því um tíma. Við ákváðum að prófa að þiggja boð bókasafnsins um að nýta ágæta aðstöðu þar og þetta hefur gefist það vel síðan við byrjuðum að við erum að fá allt upp í tólf manns hverju sinni. Þetta er fólk víðar að en frá Egilsstöðum og einnig nokkur úr sveitunum hér í kring og fólk af ýmsum þjóðernum líka.


Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum. Hægt er að panta áskrift hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.