KFF sligað af ferðakostnaði

Ferðakostnaður hjá meistaraflokki karla í Fjarðabyggð í knattspyrnu var rúmar 5,4 milljónir árið 2008, vegna þátttöku í bikarkeppnum og Íslandsmóti KSÍ. Sambærilegur kostnaður flestra annarra liða í þremur efstu deildum karla nær ekki einni milljón.

kff_lg.jpg

Bjarni Ólafur Birkisson, formaður Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar, segir að vísir að ferðajöfnuði sé nú kominn fram í Ferðajöfnunarsjóði ÍSÍ, sem gildir fyrir allar íþróttagreinar, en betur megi ef duga skal. Áætlað er að Fjarðabyggð fái úthlutað um einni milljón króna úr þeim sjóði á næstunni.

 

,,Eftir stendur að ferðakostnaður okkar er um 3,5 milljónum hærri en flestra annarra liða,“ segir Bjarni. „Þýðir þetta einfaldlega ekki að spilað sé með forgjöf því þá hafa önnur lið ákveðið forskot fjárhagslega í að styrkja sitt félag á öllum öðrum sviðum? Sanngjarnt ekki satt! Nei það er sko langt í frá og erfitt að sætta sig við að dýrara sé að halda úti liði eftir því hvar það er staðsett á landinu. KSÍ hefur staðið sig myndarlega við að hjálpa félögunum við að fella niður þátttökugjöld, dómarakostnað og fleira og hafi þeir miklar þakkir fyrir. Hins vegar finnst okkur í Fjarðabyggð að betur megi gera í jöfnuði ferðakostnaðar innan sambandsins ekki síður en utan, því KSÍ hefur unnið ötullega að því að ferðajöfnunarsjóði ÍSÍ var komið á. Þó er enn langt í land og það er okkar von að ekki sé langt að bíða þess að knattspyrnulið spili á jafnréttisgrundvelli,“ segir formaður KFF.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.