Kolmunnaskip á heimleið

Íslensku kolmunnaskipin tíu, sem verið hafa á kolmunnaveiðum á Rockall-svæðinu vestur af Skotlandi, eru á heimleið og eru djúpt suður af landinu þessa stundina. Eftir þrálát óveður, sem komu í veg fyrir veiðar, skánaði veðrið fyrir nokkrum dögum, en síðan þá hefur enginn kolmunni fundist þannig að skipin eru á heimleið.

Fram undan er löng landlega hjá mörgum þeirra þar sem þau hafa ekki að öðrum veiðum að hverfa um þessar mundir. Annars eru fá skip á sjó umhverfis landið vegna óveðurs á miðunum. / visir.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.