Draumar, Konur og Brauð frumsýnd á Austurlandi

Ný leikin heimildarmynd um framlag þeirra kvenna sem reka kósí kaffihús víða á landsbyggðinni verður frumsýnd austanlands á fimmtudaginn kemur. Einn hluti myndarinnar er  tekinn í Kaffi Nesbæ í Neskaupstað og allnokkrir Norðfirðingar koma við sögu.

Myndin er hugarfóstur þeirra Sigrúnar Völu Valgeirsdóttur og Svanlaugar Jóhannsdóttur sem báðar bæði leika í og leikstýra Draumar, Komur og Brauð. Þemað er ferðalag tveggja kvenna um landið þar sem þær koma við í mismunandi kaffihúsum á landsbyggðinni og kynnast lífi, draumum og áskorunum þeirra kvenna sem reka kaffihúsin fimm sem um ræðir. Í öllum tilvikum leika kaffihúsaeigendurnir sig sjálfa og það á líka við um Sigríði Þórbjörgu Vilhjálmsdóttur, Siggu, í Kaffi Nesbæ í Neskaupstað.

Formleg frumsýning á myndinni fór fram í apríl síðastliðnum í Bíó Paradís í Reykjavík við góðar undirtektir en klukkan 18.30 á fimmtudagskvöldið verður frumsýning austanlands í Valhöll á Eskifirði og þangað allir velkomnir. Myndin var styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands en stór styrktaraðili var einnig SÚN í Neskaupstað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.