Kosningar hjá Samtökum iðnaðarins

Iðnþing Samtaka iðnaðarins stendur nú yfir á Grand hótel. Rétt í þessu var tilkynnt um niðurstöðu úr kjöri til stjórnar og ráðgjafaráðs SI, og var kosningaþátttaka 74,07%. Helgi Magnússon var kjörinn formaður með yfir 92% atkvæða. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi var kjörinn nýr í stjórn SI og Einar Birgir Kristjánsson hjá Tandrabergi ehf. og Magnús Hilmar Helgason hjá Launafli í ráðgjafaráð SI.

samtk_inaarins.gif

Tíu gáfu kost á sér til stjórnar og ráðgjafaráðs SI. Þessi fjögur hlutu flest atkvæði og setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára:


Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitár ehf.        


Andri Þór Guðmundsson, Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf.


Loftur Árnason, ÍSTAK hf.        


Tómas Már Sigurðsson, Alcoa Fjarðaál sf.


 


Fyrir í stjórn Samtakanna eru:


Anna María Jónsdóttir


Ingvar Kristinsson, Marel hf.


Þorsteinn Víglundsson, BM Vallá ehf.


 


Ráðgjafaráð

Þessir sex komu næst að atkvæðatölu og eru kjörnir til setu í ráðgjafaráði Samtaka iðnaðarins til eins árs og eru jafnframt varamenn í stjórn Samtakanna.
Þeim er raðað hér í stafrófsröð.


 

Andrés Gunnlaugsson, Hjálmarsson ehf.


Bolli Árnason, GT Tækni ehf.


Einar Birgir Kristjánsson, Tandraberg ehf.


Magnús Hilmar Helgason, Launafl ehf.


Sigurður Eggert Gunnarsson, Gogogic ehf.


Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, Unique Hár og Spa

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.