Kæra árás á framkvæmdastjóra

Árás veitingamannsins á Café Margrét á Breiðdalsvík á framkvæmdastjóra AFLs í morgun verður kærð til lögreglu.

 

ImageÞetta kom fram í hádegisfréttum útvarps. Í frétt á vef AFLs segir að veitingamaðurinn hafi komið æstur inn á skrifstofu framkvæmdastjórans, Sverris Mars Albertssonar, í morgun og sópað gögnum af borði hans. Ástæða æsingsins var frétt 24 stunda í seinustu viku þar sem birt var mynd af veitingahúsinu með umfjöllun um félagsleg niðurboð starfsfólks á veitingahúsi á Austurlandi. Eftir hreinsunina kom til stympinga milli mannanna sem lauk með að tveir aðilar komu í vettvang í viðbót. Lögreglan kom og tók skýrslu skömmu eftir að veitingamaðurinn fór út í morgun.
Ljósmyndari Austurgluggans kom skömmu síðar á vettvang. Blöð voru út um allt skrifstofugólfið en annar helmingur skrifborðsins auður. Starfsmenn í nágrenninu voru nett skelkaðir og hafði einn þeirra á orði að þetta hefði verið óvenju fjörugur mánudagsmorgunn.

Frétt AFLs um árásina

Frétt Austurgluggans um viðskipti AFLs og Café Margrétar í sumar

Afrit af frétt um óánægju þýskra stúlkna á Café Margrét,  Fréttablaðið 2005. Af Málefnin.com

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.