Kvöddu Sumarlínu eftir 18 ár

Óðinn Magnason og Björg Hjelm létu af rekstri Café Sumarlínu á Fáskrúðsfirði í lok sumars eftir að hafa staðið vaktina í um 20 ár. Næsta kynslóð hefur nú tekið við.

Frá árinu 2006 hafa þau eytt mestum tíma sínum annað hvort í borðstofunni eða í eldhúsinu. Þau upplifðu sumarið aðeins í gegnum gluggann, stóðu vaktirnar á veitingastaðnum hvernig sem heilsan var og sáu til þess að gestirnir fengju eitthvað að borða.

En hvað áttu að gera við alla þessa peninga ef þú getur ekki eytt þeim og umfram allt vernda þeir þig ekki gegn veikindum. Hið síðarnefnda hafði úrslitaatkvæðið fyrir ákvörðunina um að selja Sumarlínu, þó þau hafi verið búin að ákveða annað fyrir nokkrum árum.

En sem betur fer helst þessi huggulegi veitingastaðurinn áfram í fjölskyldunni. Dóttir þeirra, Guðbjörg Sandra, tók við.

Góður matur átti sinn þátt í að hróður Sumarlínu barst víða, en líka einlægur áhugi á gestum. Oft mátti heyra Óðinn heilsa „Bonjour“ upp á frönsku. Hann kann aðeins fáar setningar í málinu en þær hafa oft opnað hjörtu gesta.

Svo gerist það aftur og aftur að hann fær póst, alvöru pappírspóst með frímerkjum, frá öllum heimshornum. Fólk þakkar fyrir vinalegar móttökur, fyrir hjálpina, fyrir að skella ekki hurðinni framan í það eða bara fyrir dýrlegan matinn.

Hins vegar var Sumarlína meira en bara veitingastaður, það mætti lýsa staðnum í sem kletti í briminu. Sama hvað, Sumarlína var opin. Þetta var eitthvað kunnuglegt, eitthvað sem tilheyrði Fáskrúðsfirði og staður þar sem allir vissu að þeir fengju eitthvað að borða, sama hvernig veðrið var, sama hvaða sjúkdómar hrjáðu heiminn – hér tók Óðinn alltaf vel á móti þér og Björg eldaði matinn.

„Óðinn, hvers muntu sakna mest?“ spyrjum við, „Fólksins,“ svaraði hann um hæl. „Síðustu vikuna okkar fengum við gest frá Frakklandi sem sendi mér kveðju frá manni sem var hér fyrir sex árum. Það er frábært.“

Björg Hjelm og Óðinn Magnason hafa kvatt Café Sumarlínu. Mynd: Barbara Grilz

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum. Hægt er að panta áskrift hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.