Kynning á Evrópuverkefnum á Reyðarfirði
Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) tók gildi hérlendis verða kynningar um allt land á styrkjum í evrópsku samstarfi og Evrópuverkefnum í heimabyggð. Ein slík verður á Reyðarfirði á morgun.Hringferðin kallast „Evrópurútan“ og er farin á vegum Rannís, sem hefur umsjón með flestum samstarfsáætlunum Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í. Áætlað er að á þessum 30 árum hafi íslensk fyrirtæki, stofnanir, skólar, félagasamtök og einstaklingar fengi ríflega 500 milljónir evra í styrki úr Evrópuáætlunum.
Fulltrúar helstu áætlana verða með í rútunni og veita upplýsingar um samstarf á sviði ólíkra málaflokka, svo sem menntunar, rannsókna, nýsköpunar, menningar, fyrirtækjasamstarfs og æskulýðsmála. Þá fá gestir tækifæri til að heyra reynslusögur frá verkefnastjórum íslenskra verkefna á hverjum stað, sem hlotið hafa styrki úr Evrópuáætlunum til að gefa gestum dæmi um möguleikana sem bjóðast til fá styrki til að vinna verkefni í heimabyggð.
Meðal samstarfsáætlana sem kynnt verða eru Erasmus+, Horizon Europe, Enterprise Europe Network, Creative Europe, European Solidarity Corps, Europass, eTwinning og LIFE, auk Nordplus.
Áningarstaður Evrópurútunnar á Austurlandi er Reyðarfjörður. Þar verður kynning í Fróðleiksmolanum frá klukkan 15-17 á morgun.