Kynning á Evrópuverkefnum á Reyðarfirði

Í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) tók gildi hérlendis verða kynningar um allt land á styrkjum í evrópsku samstarfi og Evrópuverkefnum í heimabyggð. Ein slík verður á Reyðarfirði á morgun.

Hringferðin kallast „Evrópurútan“ og er farin á vegum Rannís, sem hefur umsjón með flestum samstarfsáætlunum Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í. Áætlað er að á þessum 30 árum hafi íslensk fyrirtæki, stofnanir, skólar, félagasamtök og einstaklingar fengi ríflega 500 milljónir evra í styrki úr Evrópuáætlunum.

Fulltrúar helstu áætlana verða með í rútunni og veita upplýsingar um samstarf á sviði ólíkra málaflokka, svo sem menntunar, rannsókna, nýsköpunar, menningar, fyrirtækjasamstarfs og æskulýðsmála. Þá fá gestir tækifæri til að heyra reynslusögur frá verkefnastjórum íslenskra verkefna á hverjum stað, sem hlotið hafa styrki úr Evrópuáætlunum til að gefa gestum dæmi um möguleikana sem bjóðast til fá styrki til að vinna verkefni í heimabyggð.

Meðal samstarfsáætlana sem kynnt verða eru Erasmus+, Horizon Europe, Enterprise Europe Network, Creative Europe, European Solidarity Corps, Europass, eTwinning og LIFE, auk Nordplus.

Áningarstaður Evrópurútunnar á Austurlandi er Reyðarfjörður. Þar verður kynning í Fróðleiksmolanum frá klukkan 15-17 á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.