Ólafur Bragi Íslandsmeistari

Ólafur Bragi Jónsson, Egilsstöðum, varð um helgina Íslandsmeistari í flokki sérútbúinna bíla í torfæruakstri.

 

Ólafur Bragi, sem keyrir Trúðinn, varð Íslandsmeistari með eins stigs mun eftir lokakeppnina sem fram fór í Reykjavík um seinustu helgi. Ólafur vann lokakeppnina en helsti keppninautur hans, Gunnar Gunnarsson, varð þriðji. Fellamaðurinn Eyjólfur Skúlason kom upp á milli þeirra og hjálpaði Ólafi þannig til meistaratignar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.