Laufey og Sindri Freyr glímumeistarar

Laufey Frímannsdóttir og Sindri Freyr Jónsson sigruðu í Fjórðungsglímu Austurlands, þar sem keppt var um Aðalsteinsbikarinn, sem fram fór á Reyðarfirði milli jóla og nýárs. Laufey var nýverið valin efnilegasta glímukona landsins og íþróttamaður Vals árið 2008.

 

ImageSindri Freyr vann karlaflokkinn eftir úrslitaglímu við Hjalta Þórarinn Ásmundsson. Hjalti hafði fyrr í keppninni lagt Sindra en tapað fyrir Snæ Seljan og því kom til úrslitaglímu. Laufey vann á móti allar sínar glímur í kvennaflokki. Bæði hafa unnið bikarinn einu sinni áður, Laufey í fyrra en Sindri Freyr fyrir tveimur árum. Fimm keppendur voru í karlaflokki, fjórir í kvennaflokki og þó nokkrir áhorfendur í íþróttahúsinu á Reyðarfirði.
Sigurinn var rúsínan í pylsuenda frábærs árs hjá Laufeyju sem var nýveirð valin efnilegasta glímukona ársins og íþróttamaður Vals fyrir árið 2008. „Ég hef mætt á allar æfingar og öll mót. Það er lykilinn að árangrinum,“ sagði Laufey sem í byrjun vikunnar flaug út til Danmerkur þar sem hún verðir í íþróttalýðháskóla fram á vor.

Aðalsteinsbikarinn

Aðalsteinsbikarinn var gefinn í minningu Aðalsteins Eiríkssonar, Alla á Lykli, glímuföðurs Reyðfirðinga.  Hann flutti til Reyðarfjarðar árið 1954 hóf að æfa og kenna glímu þar en hafði áður þjálfað hjá KR. Hann þjálfaði ungmenni í glímu hjá Val fram til ársins 1983  Eftirlifandi eiginkona Aðalsteins, Pálína Guðmundsdóttir og afkomendur þeirra hjóna gáfu árið 2006 vegleg verðlaun í minningu Aðalsteins og glímuráð Vals ákvað að tengja verðlaunin við Fjórðungsglímu Austurlands. Í þrjú ár hefur verið keppt um Aðalsteinsbikarinn í þremur flokkum kvenna og þremur flokkum karla og þeir sem hampa Aðalsteinsbikarnum eru um leið Austurlandsmeistarar í glímu. Aðalsteinsbikarinn er farandbikar og honum fylgir lítill bikar til eignar.
„Það var unun að æfa hjá Alla. Hann var alltaf kátur og hress og kenndi fallega og fjölbreytta glímu,“ segir Þóroddur Seljan, formaður glímuráðs Vals.

Myndir eru komnar inn í myndasafn vefsins og má sjá með að smella hér:

Úrslit í Aðalsteinsbikarnum – Fjórðungsglímu Austurlands 2008

Karlaflokkur
1. sæti     Sindri Freyr Jónsson            3 v + 1
2. sæti     Hjalti Þórarinn Ásmundsson        3 v + 0
3. sæti     Snær Seljan Þóroddsson        2 v
4-5. sæti    Ásmundur Hálfdán Ásmundsson    1 v
4-5. sæti     Magnús Karl Ásmundsson        1 v

Kvennaflokkur
1. sæti     Laufey Frímannsdóttir         3 v   
2. sæti     Hekla María Samúelsdóttir        1,5 v    
3. sæti     Rakel Dís Björnsdóttir        1 v
4. sæti     Guðrún Heiður Skúladóttir         0,5 v

Piltar   8. – 10. bekkur
1. sæti     Ásmundur Hálfdán Ásmundsson    4 v   
2. sæti     Patrekur Trostran Stefánsson        3 v
3. sæti     Kristófer Dan Róbertsson        2 v   
4. sæti     Hjörtur Elí Steindórsson        1 v
5. sæti    Jökull Geir Gunnarsson        0 v   

Stúlkur  8. – 10. bekkur
1. sæti     Hekla María Samúelsdóttir        2,5 v
2. sæti     Rakel Dís Björnsdóttir        1,5 v
3.-4.  sæti Eva Dögg Jóhannsdóttir        1 + ½ v
3.-4.  sæti Þuríður Lillý Sigurðardóttir        1 + ½ v

Strákar 5. – 7. bekkur
1. sæti     Magnús Guðlaugur Magnússon    7 v
2. sæti     Almar Blær Sigurjónsson        5 v
3. sæti     Ingvar Orri Guðmundsson        4,5 v
4. sæti     Dagur Friðrik Kristjánsson        4 v
5. sæti     Jakob Guðmundsson Hraunfjörð    3,5 v
6-7. sæti     Arnar Snær Gunnarsson        2 v
6-7. sæti     Guðjón Smári Gunnarsson        2 v
8.    sæti     Magnús Bjarni Guðmundsson    0 v

Stelpur 5. – 7. bekkur
1. sæti     Sylvía Rut Rúnarsdóttir        2 v
2. sæti     Arnbjörg Bára Frímannsdóttir     0 v

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.