Laufey íþróttamaður Fjarðabyggðar

Laufey Frímannsdóttir, glímukona á Reyðarfirði, var kjörin íþróttamaður Fjarðabyggðar við hátíðlega athöfn í Nesskóla á miðvikudag. Laufey er fjölhæf íþróttakona og auk þess að æfa glímu sagði hún krökkum til í badminton haustið 2008. Í greinargerð frá Ungmennafélaginu Val, kom fram að Laufey væri sérstaklega lipur og leikin glímukona. Hún væri hörð af sér við æfingar og metnaðarfull, en um leið afar kurteis. Laufey er góður félagi og á marga góða vini í glímunni.

rttamenn_fjarabyggar_08.jpg

Helstu afrek Laufeyjar á árinu 2008 eru:

1. sæti í Aðalsteinsbikarnum, Fjórðungsglímu Austurlands.

1. sæti í Belt wrestling í Danmörku

2. sæti í hryggspennumóti í Danmörku

3. sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramótinu í Danmörku

3. sæti í Bikarglímu Íslands og Íslandsmótinu 2008

4. sæti í keppninni um Freyjumenið, þar sem sterkustu glímukonur landsins kepptu.

Í nóvember var Laufey kjörin efnilegasta glímukona landsins. Laufey sækir nú nám í íþróttalýðháskóla í Danmörku þar sem hún fæst við nám og æfingar í hinum ýmsu íþróttagreinum.

Fimm íþróttamenn voru tilnefndir frá fimm íþróttafélögum í Fjarðabyggð og þeir fengu allir viðurkenningar fyrir frábæran árangur. Auk Laufeyjar voru það Dagur Mar Sigursson hestaíþróttamaður úr Blæ, Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir blakkona úr Þrótti, Marinó Óli Sigurbjörnsson knattspyrnumaður úr Leikni og Silja Hrönn Sigurðardóttir skíðakona úr Austra.

Þá voru veittar viðurkenningar til þeirra íþróttamanna sem tekið hafa þátt í landsliðsæfingum og keppt fyrir Íslands hönd árið 2008 en þeir eru:

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir , blak

Kristín Salín Þórhallsdóttir, blak

Erla Rán Eiríksdóttir, blak

Helena Kristín Gunnarsdóttir, blak

Rannveig Júlía Sigurpálsdóttir, blak

Kristína Apostolova, blak

Sævar Örn Harðarson, knattspyrna

Eggert Gunnþór Jónsson, knattspyrna

Sindri Freyr Jónsson, glíma

Snær Seljan Þóroddsson, glíma

Laufey Frímannsdóttir, glíma

Guðrún Heiður Skúladóttir, glíma

 Hjördís Helga Þóroddsdóttir, glíma

Ljósmynd/vefur Fjarðabyggðar

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.