Áletruð líkkista

Á Skriðuklaustri var í dag opnuð áletruð líkkista. Kistan er með þeim stærri sem fundist hafa í fornleifauppgreftrinum á Klaustri.

 

ImageÁletrunin er inni í hring sem er um 12 sm í þvermál. Svo virðist sem stafurinn S sé lengst til vinstri í henni en önnur tákn var ekki hægt að greina í dag. Í fyrra fannst önnur kista, með áletruninni GAD, á sama svæði í uppgreftrinum. Báðar kisturnar eru í stærri kantinum, sú sem var opnuð í dag heldur stærri en sú sem fannst í fyrra. Hún er um tveir metrar á lengd. Textíll fannst á beinagrindinni í kistunni í dag.
Dagný Arnarsdóttir, fornleifafræðingur, segir erfitt að segja til um skyldleika milli áletruðu kistnanna. „Það er ekki ósennilegt að hér hafi verið grafin fjölskylda en slíkt tíðkaðist ekki endilega á miðöldum.“ Lítil barnakista fannst þétt upp við kistuna í fyrra. Ekki er komið í ljós fyrir hvað áletrunin GAD stendur. „Um það eru ýmsar kenningar. Þetta gæti verið fangamerk en stafirnir hafa einnig sést á legsteinum á eftir texta.“
Image

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.