Áletruð líkkista
Á Skriðuklaustri var í dag opnuð áletruð líkkista. Kistan er með þeim stærri sem fundist hafa í fornleifauppgreftrinum á Klaustri.

Dagný Arnarsdóttir, fornleifafræðingur, segir erfitt að segja til um skyldleika milli áletruðu kistnanna. „Það er ekki ósennilegt að hér hafi verið grafin fjölskylda en slíkt tíðkaðist ekki endilega á miðöldum.“ Lítil barnakista fannst þétt upp við kistuna í fyrra. Ekki er komið í ljós fyrir hvað áletrunin GAD stendur. „Um það eru ýmsar kenningar. Þetta gæti verið fangamerk en stafirnir hafa einnig sést á legsteinum á eftir texta.“
