Líf í tuskunum á Gjaldeyri við Ystunöf

Leikfélag Fljótsdalshérað frumsýnir n.k. laugardag gamanleikinn Góðverkin kalla. Leikritið gerist í þorpinu Gjaldeyri við Ystunöf og hverfist um hundrað ára afmæli sjúkrahússins á staðnum. Þorpsbúar efna til kappsfullrar söfnunar til að heiðra stofnunina á tímamótunum og sjást menn þar einatt ekki fyrir. ...

 

Höfundar verksins eru þeir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Með helstu hlutverk fara Árni Magnússon, Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Daníel Behrend, Fanney Magnúsdóttir, Gunnar Heiðberg Gestsson, Hólmfríður Sigurbjörnsdóttir og Sigfríður Steingrímsdóttir. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson, sá hinn sami og leikstýrði kvikmyndinni Astrópíu. 

Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur verið með æfingaaðstöðu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum frá því fyrr í haust, en verkið verður sýnt almenningi á fjölum Valaskjálfar.

Sem fyrr segir verður frumsýnt á laugardagskvöld, 18. október n.k. og hefst sýningin kl. 20. Alls verða átta sýningar og er miðaverð fimmtán hundruð krónur.gunnar_bjorn_gudmundsson.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á meðfylgjandi mynd er Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri Góðverka.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.