Ljósmyndirnar skapa frábæran grunn að umræðum

Simon Chang er gestur Fiskisúpu/Ljósmyndasósu á Seyðisfirði í kvöld. Það er röð viðburða þar sem áhugafólk um ljósmyndum hittist og ræðir saman um tækni og málefni. Hún markar einnig upphaf Ljósmyndadaga á Seyðisfirði.

„Við byrjuðum með þessa viðburði fyrir þremur árum. Við erum bæði ljósmyndarar og vildum skapa okkur fleiri tækifæri til að hitta aðra slíka.

Hugmyndin var að stefna saman fólki sem ekki fer endilega á sýningar til að tala um ljósmyndun. Þetta er líka ákveðið framhald af samfélagsmáltíðum sem voru hérna eftir skriðurnar. Þar hittist fólk til að borða saman og okkur fannst það frábært,“ segir Apolline Fjara, sem stendur að taki viðburðunum ásamt Juanjo Ivaldi.

Hún segir ljósmyndun góðan grunn til að skapa samræður. „Ljósmyndarar hafa ákveðna sýn á heiminn og taka yfirleitt fyrir ákveðna hluti í verkum sínum. Þess vegna finnum við alltaf eitthvað í þeirra verkum sem við getum tengt við.“

Ljósmyndararnir koma úr ýmsum áttum. Þeir eru bæði innlendir og erlendir, konur sem karla og verk þeirra eðlilega af margþættum toga. „Við viljum vera með fjölbreyttan hóp því það gerir umræðurnar betri. Eitt af markmiðum okkar er að fá öfluga ljósmyndara austur þannig það þurfi ekki endilega að fara til Reykjavíkur til að sjá myndirnar þeirra.“

Gestur kvöldsins er Simon Chang, slóvensk/taívanskur heimildaljósmyndari. Nýjasta bók hans kallast „Sauðahirðar og sláturhús“ og hefur fengið fjölda verðlauna. Þar fylgir hann eftir lífi kúrdískra sauðahirða sem búa á landabærum Sýrlands og Íraks með sláturhúsum í báðar áttir. „Þetta er mjög áhugaverð verk. Þótt umhverfið sé annað þá held ég að það sé ýmislegt sem hægt er að tengja við úr íslenskri sauðfjárrækt.“

Viðburðurinn í kvöld byrjar klukkan 17:30 og er boðið upp á bæði fiskisúpu og grænmetissúpu. Hann markar einnig upphaf Ljósmyndadaga á Seyðisfirði sem Stúdíó Ströndin stendur fyrir en í maí verða fyrirlestrar um ljósmyndun og vinnusmiðjur þar. Meðal þess er námskeið með Simon í Sláturhúsinu á Egilsstöðum frá mánudegi til miðvikudags í næstu viku fyrir krakka á aldrinum 16-20 ára.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.