Orkumálinn 2024

Magni rekinn

Magna Fannberg var í dag sagt upp störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Fjarðabyggðar í knattspyrnu. Frá þessu var greint í fjölmiðlum seinni partinn. Ástæður samvistarslitanna hafa ekki verið gefnar út opinberlega en von er á yfirlýsingu frá málsaðilum um hádegi á morgun.

 

ImageInnanbúðarmenn sem Austurglugginn ræddi við í kvöld bíða einnig yfirlýsingarinnar. Þeir sögðu ekki hafa verið óánægju með Magna innan hópsins.
Magni samdi við Fjarðabyggð til tveggja ára í vor. Liðið lék níu leiki í röð án sigurs, frá lokum maí þar til á sunnudag þegar liðið vann Hauka 2-4 í Hafnarfirði. Liðið mætir Njarðvík annað kvöld. David Hannah, sem ráðinn var aðstoðarmaður Magna og Elvar Jónsson, fyrrverandi þjálfari og aðstoðarþjálfari félagsins, stýra liðinu á morgun. Elvar af bekknum en Hannah inni á vellinum. Þeir stýrðu æfingu liðsins í kvöld.Sparkspekingar veðja á að Hannah stýri liðinu út leiktíðina.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.