Orkumálinn 2024

Markmið hollvinasamtaka í höfn

Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað hafa nú lokið því ætlunarverki sínu að styrkja allar deildir spítalans með tækjakaupum og öðrum góðum verkum. Nú síðast gáfu samtökin fæðingardeildinni öryggis- og endurlífgunarborð, hitakassa og í samvinnu við Kvenfélag Reyðarfjarðar nýtt og fullkomið ljósaborð fyrir ungbörn með gulu. Þá gefa Samtök útgerðarmanna í Neskaupstað Breiðabliki sérútbúna baðlyftu. Andvirði gjafanna nú er tæpar sjö milljónir króna.

Hollvinasamtök FSN hafa lagt hverri deild sjúkrahússins til mikilvæg tæki 

 Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson, formaður hollvinasamtakanna og prestur Norðfjarðarsóknar, segir þau hafa notið velvildar frá Rauða krossinum, fyrirtækjum og fólki á Austurlandi. ,,Þetta er lokaátakið í því að gera öllum deildum sjúkrahússins til góða frá því við stofnuðum samtökin árið 2000. Þær hafa allar, nýjar sem gamlar, fengið tækjabúnað eftir því sem við verður komið. Nú getum við sest niður um stund og áttað okkur á því hvað við gerum næst. Verkefnin eru óþrjótandi, en blasir þó við að reyna að endurbæta sneiðmyndatæki sjúkrahússins á næstu árum."Sjúkrahús allra AustfirðingaÍ hollvinasamtökunum eru nú hátt í fjögur hundruð manns og þegar mest var sex hundruð. Söfnunarfé á þeim átta árum sem þau hafa starfað er í kringum áttatíu milljónir króna. ,,Við erum auðvitað ekki ein í þessu, en okkar frumkvæði hefur orðið öðrum hvatning og margir komið til okkar og spurt hvað vanti og fengið ráð og ábendingar eða lagt okkur lið. Þetta hefur tekist með þessum hætti." Enginn skyldi fara í grafgötur um að framlög hollvinasamtakanna og annarra góðra aðila hafa haft gríðarmikla þýðingu fyrir sjúkrahúsið að sögn Sigurðar. Hann vonar að íbúar Austurlands skilji að þeir eigi sjúkrahúsið allir þó það sé staðsett í Neskaupstað, enda hollvinir hvarvetna að úr fjórðungnum. Aðild kostar þúsund krónur á ári.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.