Matur og fjör hófst í dag
Matar- og menningarhátíðin Food and Fun byrjaði í dag og er nú haldin í áttunda skiptið. Sextán erlendir gestakokkar eru komnir til landsins og munu leggja dag við nótt til að elda kræsingar fyrir íslenska sælkera. Hótel Hérað á Egilsstöðum er þátttakandi og þar verða galdraðir fram gómsætir réttir byggðir á völdu íslensku hráefni um helgina.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra og Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair settu hátíðina á Hilton Reykjavík Nordica í dag.
Erlendir gestakokkar munu elda fjögurra rétta máltíðir á veitingastöðunum Silfri, Panorama, Gullfossi, Hótel Holti-Gallery, Brassieris Grand, Rauðará, Við tjörnina, Grillinu, Domo, Einari Ben, Vox, Orange, La Primavera, Dilli, Sjávarkjallararanum og Fiskmarkaðnum. Á laugardag munu meistarakokkarnir keppa um titilinn Food and Fun kokkur ársins með sömu réttum og þeir elda fyrir gesti veitingastaðanna.
Nánari á www.foodandfun.is