Matur og fjör hófst í dag

Matar- og menningarhátíðin Food and Fun byrjaði í dag og er nú haldin í áttunda skiptið. Sextán erlendir gestakokkar eru komnir til landsins og munu leggja dag við nótt til að elda kræsingar fyrir íslenska sælkera. Hótel Hérað á Egilsstöðum er þátttakandi og þar verða galdraðir fram gómsætir réttir byggðir á völdu íslensku hráefni um helgina.

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri, Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðherra og Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair settu hátíðina á Hilton Reykjavík Nordica í dag.

 

Erlendir gestakokkar munu elda fjögurra rétta máltíðir á veitingastöðunum Silfri, Panorama, Gullfossi, Hótel Holti-Gallery, Brassieris Grand, Rauðará, Við tjörnina, Grillinu, Domo, Einari Ben, Vox, Orange, La Primavera, Dilli, Sjávarkjallararanum og Fiskmarkaðnum. Á laugardag munu meistarakokkarnir keppa um titilinn Food and Fun kokkur ársins með sömu réttum og þeir elda fyrir gesti veitingastaðanna.

 

Nánari á www.foodandfun.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.