Menning með hækkandi sól

Klausturpóstur Skriðuklausturs barst i dag og kennir margra grasa í menningarstarfinu þar á bæ að vanda. Meðal annars verður haldið einkar forvitnilegt Rannsóknaþing á vegum Þekkingarnets Austurlands á laugardag og í lok mánaðar verður Lomberdagurinn haldinn hátíðlegur.

klausturpsturinn.jpg

Halldóra Tómasdóttir, staðarhaldari að Skriðuklaustri, segir að þó skammdegið grúfi yfir Skriðuklaustri hafi það engin áhrif á starfsemina á staðnum.

 

,,Fyrsta lomberkvöld ársins var 9. janúar sl. og það næsta verður fimmtudaginn 12. febrúar. Lomberdagurinn sjálfur verður 28. febrúar og svo er að sjá hvenær Húnvetningar þora að mæta Austfirðingum aftur á vormánuðum. Laugardaginn 14. febrúar nk. verður haldið Rannsóknaþing hér á Skriðuklaustri.Það er Þekkingarnet Austurlands sem stendur fyrir þinginu. Erindin verða margskonar en eiga það sameiginlegt að fjalla um austfirsk málefni. Konudagskaffið verður á sínum stað og mun valinkunnur aðili halda erindi þann dag. Stefnt er að því að hafa opið flesta sunnudaga í mars auk þess sem kvikmyndasýningar á vegum 700.is verða á Skriðuklaustri í lok mars eins og undanfarin ár. Laugardaginn fyrir páska verður opnuð sýning í stássstofunni er byggir á samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar og Þórbergsseturs um söfnun fermingarsagna.Í leshring Gunnarsstofnunar verður haldið áfram með Fjallkirkjuna í febrúar og stefnt að því að taka síðasta bindið fyrir í mars. Að lokum vil ég benda á áhugaverða tónleika á Skriðuklaustri sunnudaginn 26. apríl með Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur sópran og Erni Magnússyni píanó," segir Halldóra í Klausturpóstinum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.