Metveiði í Breiðdalsá

Um 130 laxar hafa veiðst í Breiðdalsá það sem af er sumars. Í frétt frá veiðiþjónustunni Strengjum segir að það sé metveiði svo snemma sumars.

 

ImageUm helmingur aflans er smálax en stórlaxar hafa einnig látið á sig kræla. Einn, tæpur metri að lengd og rúm níu kíló að þyngd, veiddist á föstudag. Honum var sleppt aftur. Þetta var fimmti laxinn yfir 20 pundum sem veiðist í ánni í sumar. Haldi veiðarnar svona áfram gætu eitt þúsund laxar veiðst í sumar enda veitt til loka september.
Þrír laxar hafa veiðst á Jöklusvæðinu undanfarna daga, allir í Laxá í Jökulsárhlíð. Sett hefur verið í laxa, bæði í Kaldá og Jöklu sjálfri en þeir ekki skilað sér á land.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.