Mikil aðsókn í nám hjá FAS

Lokið er skráningu til náms í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, FAS, á nýhafinni önn. Alls eru skráðir 340 nemendur við skólann. Aðeins einu sinni áður hafa verið fleiri nemendur en það var á haustönn 2007 þegar þeir voru 360 og þar af um 130 í skipstjórnarnámi. Þá voru aðstæður nokkuð sérstakar því um áramótin 2007-2008 breyttust lög um skipstjórnarnám.

 

rafmagnsfraedi_t.jpg

Nú eru í skipstjórnarnámi 87 nemendur, 35 nemendur í fjarnámi á B-stigi vélstjórnar en það nám er í samvinnu við Tækniskólann og Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Í grunnnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina eru 10 nemendur skráðir og í öðru fjarnámi eru um 60 nemendur sem dreifast á ýmsa áfanga.
Þeir nemendur sem koma reglulega í skólann hafa aldrei verið jafnmargir nú eða um 150. Stærsti hópurinn eru nemendur sem stefna að stúdentsprófi en þeir um 90. Þá sækja um 30 nemendur úr Heppuskóla kennslu í valgreinum í FAS. Í almennu námi eru 20 nemendur og 9 á A-stigi vélstjórnar.
Þá má einnig geta þess að kennarar hafa aldrei verið fleiri í FAS. Þeir sem koma að kennslu í skólanum eru tuttugu og einn. Þar af eru þrettán í fullri stöðu. Allur þessi fjöldi nemenda og kennara í skólanum þarf sína vinnuaðstöðu. Því hefur þurft að bæta við skápum fyrir nemendur og eins skrifborðum í vinnuaðstöðu kennara. Það verður því örugglega nóg um að vera í FAS á næstu vikum og mánuðum.

Frá þessu greinir á vefnum fas.is og er myndin, úr rafiðnaðardeild skólans, einnig fengin þaðan.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.