Myndasýning frá Aconcagua í Argentínu

Sæmundur Þór Sigurðsson vann það afrek á dögunum að ganga á hæsta fjall veraldar utan Himalaya, tind Aconcagua í Andesfjöllunum í Argentínu, skammt frá landamærum Chile. Hann verður með myndasýningu á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs næstkomandi mánudag kl. 20 í Hlymsdölum, Miðvangi 6. Sæmundur Þór var til skamms tíma með fyrirtækið Viðhald fasteigna og starfaði í Fjarðabyggð og á Fljótsdalshéraði. Hann er nú fjallaleiðsögumaður og landvörður í Mývatnssveit.

aconcagua_-_argentina_-_january_2005_-_by_sergio_schmiegelow.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.